18.03.1921
Efri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (184)

31. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg hefi ekki haft tíma til að athuga þessar brtt., en býst við að þær sjeu rjettar, að öðru leyti en því, að mig undrar það nokkuð, að tekið er eitthvað af brtt. upp, sem yfirskoðunarmenn hafa ekki gert aths. um. Út af þessu vil jeg spyrja hv. nefnd um það, hvort nefndin vilji víkja frá þeirri reglu, að taka þær einar upphæðir til aukafjárveitingar, sem yfirskoðunarmenn hafa gert athugasemdir við.