18.02.1921
Neðri deild: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

34. mál, landsreikningar 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (M.G.):

Þetta frv. er, eins og öllum mun knnnugt. tekið eftir landsreikningunum fyrir árið 1918 og 1919, og með því að engin misklíð er milli stjórnarinnar og yfirskoðunarmanna Alþingis um neina fjárhæð, vona jeg að frv. verði samþ. óbreytt. Aðalstarf nefndar þeirrar, sem fær mál þetta til meðferðar, verður því það, að sannreyna, að upphæðirnar sjeu rjett tilfærðar eftir landsreikningunum, og skil jeg ekki annað en að svo sje.

Frv. óska jeg að verði vísað til fjárhagsnefndar, þá er þessari umr. er lokið.