14.03.1921
Neðri deild: 22. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

34. mál, landsreikningar 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (M.G.):

Það er misskilningur hjá háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) að það þurfi svo mikinn frádrátt og samlagning til þess að fá það upplýst, er hann óskar, því að alt er flokkað niður í reikningnum, og það þarf að eins að taka niðurstöðurnar í hverjum flokki.

Það er ekki rjett, að jeg vilji engar breytingar gera á forminu, nema tillaga í þá átt komi frá fjhn. og endurskoðendum. Jeg meinti auðvitað, eða ætlaði líka að nefna þingið sjálft. En þótt þessi 3. eða sjerstaki reikningur komi (J.Þ.: Jeg hefi aldrei talað um neinn 3. reikning!) — jeg gat ekki skilið orð háttv. þm. öðruvísi — þá er einmitt svipaður reikningur til í landsreikningnum eins og nú er, en annars er alhægt að athuga þetta dálítið nánar síðar.