07.05.1921
Efri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1949 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

94. mál, hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins gera grein fyrir atkvæði mínu. Frekar kysi jeg, að brtt. yrði ekki samþ. En sje það skilyrði fyrir því, að frv. nái fram að ganga í þessari háttv. deild, þá er jeg með henni. Mig furðar stórlega á því, að þetta frv. skuli hafa mætt talsverðri mótspyrnu hjer í þinginu, því mjer finst, satt að segja, að þetta sje svo mikil sanngirniskrafa frá hendi sjómanna, að þingið hefði átt að samþ. frv. þegar orðalaust.