15.02.1921
Sameinað þing: 1. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

Rannsókn kjörbréfa

Gunnar Sigurðsson:

Þótt jeg vildi ekki fyrirvaralaust slíta umræðunum, var það ekki af því, að jeg væri í hópi þeirra, sem teygja vilja þetta mál á langinn.

Það er sannanlegt, að á kosningunni voru vítaverðið formgallar. Hins vegar virðast mjer þeir, út af fyrir sig, ekki geta varðað ógildingu, þegar þess er gætt, að atkvæðamunurinn við kosninguna var svo mikill, sem raun var á. Því þótt formsatriðin við kosningar sjeu að vísu mikils virði, þá legg jeg meiri áherslu á efnisatriðið, þau raunverulegu atkvæði, sem greidd eru. Jeg var einn af stuðningsmönnum D-listans, og mótmæli því, sem látið hefir verið hjer í ljós, að sá listi standi bak við kæru þá, sem hjer liggur fyrir, enda sýnir það sig á því, að stuðningsmenn hans eru hver á sinni skoðun hjer í deildinni.