14.03.1921
Neðri deild: 22. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

34. mál, landsreikningar 1918 og 1919

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Þetta er að eins örstutt aths.

Það verður ef til vill af einhverjum litið svo á, að háttv. 3. þm. Reykv. (J.Þ.) hafi með aths. sínum sakað fjhn. um það, að hún hafi vanrækt að koma fram með till. um formshlið reikningsins. Jeg tel hann þó eigi hafa gert það. En af því að þessi skilningur liggur nærri, vil jeg benda á það, að nál., sem að vísu er stutt, beinist aðallega að þeirri reikningslegu hlið, en eigi að forminu, að efni en ekki formi, enda lítil ástæða til að ætla fjhn. að fara að leita að öðru formi landsreikninga en notað hefir verið, svo hlaðin störfum sem hún er, og svo óviss sem leitin gat orðið.