04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2126)

112. mál, fiskimat

Sveinn Ólafsson:

Þessi litla brtt. er að vísu komin fram með litlum fyrirvara, en jeg vona, að afbrigði verði veitt. Er hún aðeins orðabreyting og miðar að því að fyrirbyggja misskilning á frv.gr. á þskj. 367. Eftir venjulegum skilningi orða, verður frv.gr. tæplega skilin öðruvísi en svo, að ætlast sje til, að fiskimat sje einnig lögfest á fiski, sem seldur er til neyslu innanlands, en það mun tæpast hafa verið tilgangur háttv. sjútvn., heldur að matið næði aðeins til fiskjar, sem fluttur er út.

Þarf jeg svo eigi að fjölyrða um þetta meira, því jeg veit, að hver þm. sjer, að þessi orðabreyting er nauðsynleg, því það veit jeg, að eigi hefir verið tilgangurinn, að meta skyldi fisk, sem einungis er ætlaður til sölu innanlands. Væri það líka mjög óheppilega ráðið, því að matsmenn eru oft allfjarri þeim verstöðvum, er fiskur er seldur í til sveitamanna, og mundi kosta mikið að kalla þá á vettvang.