04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (2137)

112. mál, fiskimat

Þorleifur Guðmundsson:

Mjer þykir það undarlegt, að hv. þm. úr sjútvn. skuli snúast á móti frv. með því að aðhyllast till. Þegar mál þetta kom fyrir nefndina, virtust allir sammála um nauðsyn þess. Og var það aðallega bygt á því, að það þótti hvatning til þess að menn vönduðu fiskverkun betur frá upphafi (í salt). Jeg álít, að ef brtt. á þskj. 482 verður samþ., þá sje það sama og að fella frv., því að með því er vikið frá þeim tilgangi, sem sjútvn. vildi ná, þeim, að hindra illa meðferð á fiski, áður en hann er saltaður. Jeg vona því, að háttv. deildarmenn greiði atkvæði á móti brtt. á þskj. 482 frá háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.).