15.02.1921
Sameinað þing: 1. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Rannsókn kjörbréfa

Bjarni Jónsson:

Háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) vildi verja aðgerðir bæjarstjórnar í þessu máli með því, að ekki hefði verið unt að setja margnefnda menn á aukakjörskrá, af því að stjórnarskráin hefði verið óstaðfest. En þetta er hlægilegur „formalismus“. Það var fyrir fram fullvíst, samkvæmt öllum þingræðisreglum, að stjórnarskráin yrði staðfest, og þess vegna er þessi vörn háttv. þm. engin vörn.