13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2045 í B-deild Alþingistíðinda. (2241)

105. mál, einkasala á áfengi

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er út af fyrirspurn háttv. þm. Str. (M. P.) um það. hverjar framkvæmdir stjórnin hefði hugsað sjer á 2. gr. Jeg man nú ekki, hvernig orð fjellu í háttv. Ed., en jeg geri ráð fyrir, að meiningin hafi verið, að stjórnin ráðgaðist við læknastjettina, og þá sjerstaklega landlækni. Og jeg verð að taka undir það með hv. þm. (M. P.), að jeg hefði kosið, að frv. hefði náð fram að ganga eins og það kom frá landlækni, en get þó fyllilega gert mig ánægðan með þetta sem stendur; það getur þá verið góður undirbúningur fyrir seinni tíma.