21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

73. mál, eignarnám á landspildu Bolungarvíkurmölum

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Það eru aðeins örfá orð, til þess að gera grein fyrir brtt. á þskj. 161. Hún er borin fram samkvæmt ósk hreppsnefndarinnar í Bolungarvík, og fer fram á það að taka einnig eignarnámi þær kvaðir, sem á spildunni hvíla. Það stendur svo á þeim kvöðum, að stórbóndi á 15. öld, sem átti allar Bolungarvíkurmalir, gaf Vatnsfjarðarkirkju hálfa vertolla af öllum skipum, er þaðan gengju til fiskjar. Þetta hefir verið til þessa tíma, en nú vilja hreppsbúar fá þessari kvöð ljett af þessari spildu, auðvitað gegn fullum bótum til kirkjunnar. Eignarnámið nær ekki nema til lítils hluta af mölunum, og hvílir þá kvöðin áfram á þeim hluta, sem ekki verður tekinn. Að endingu vil jeg geta þess, að allshn. er brtt. samþykk.