19.04.1921
Neðri deild: 47. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2186 í B-deild Alþingistíðinda. (2335)

100. mál, Ríkisveðbanki Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg þarf aðeins litlu við að bæta, vildi leiðrjetta misskilning, sem fram kom hjá háttv. 4. þm. Reykv. (M. J.). Vextirnir af kirkjujarðasjóði renna ekki í stofnsjóðinn, heldur í prestlaunasjóð, að frádregnum 5%, sem fara í kirkjujarðasjóð. Hjer er því að ræða um 50% vaxtatap fyrir kirkjujarðasjóð, svipað fyrir ræktunarsjóð, og ennþá meira fyrir viðlagasjóð. En um þetta væri ekkert að segja, ef vöxtunum væri varið til styrktar veðbankastofnunum landsins, en því verður varið til stofnunar á nýjum óþörfum embættum. Það má lengi segja, eins og hv. frsm. meiri hl. (Jak. M.) um brtt. hæstv. fjrh. (M. G.), sem jeg ætla ekki að fjölyrða um, þau orð: „Þetta má standa, það gerir ekkert til“. En ekki tel jeg þetta sæmileg rök í slíku stórmáli.