03.05.1921
Efri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2240 í B-deild Alþingistíðinda. (2388)

111. mál, sveitarstjórnarlög

Sigurður Jónsson:

Jeg var í nokkrum vafa um, við hvað ætti að miða 3. atriðið, um skuldlausa eign og tekjur. Eftir hvaða skýrslum á að fara? Líklega eftir þeim skýrslum, sem fram koma í sambandi við eignar- og tekjuskattinn. En jeg vildi benda háttv. nefnd á, hvort ekki væri rjett að koma með brtt. til skýringar einmitt þessu atriði.