04.05.1921
Efri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (2462)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Jóhannes Jóhannesson:

Mjer finst ekki undarlegt, þó að mál þetta sje tekið af dagskrá. Því þegar það er búið að vera um 11 vikur í nefnd, og er nýlega komið frá henni, getur eigi undarlegt talist, þó að þingmenn þurfi einhvern tíma til að átta sig á því. Hitt þykir mjer undarlegt, að mótmælin gegn því, að það sje nú tekið af dagskrá, koma úr sömu átt og neitunin um afbrigði frá þingsköpum, þegar málið, til að flýta fyrir því, átti að koma til 1. umræðu.