04.05.1921
Efri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2309 í B-deild Alþingistíðinda. (2465)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Halldór Steinsson:

Jeg verð að líta svo á, að þetta sje alls ekki til að flýta fyrir fjárlögunum, og annað liggi á bak við þetta. Mál þetta er mál málanna nú á þingi, og þarf sannarlega ekki síður að flýta fyrir því en fjárlögunum. Það hefir líka verið tekið áður 2–3 af dagskrá, svo að deildarmenn ættu að vera búnir að átta sig á því. Jeg leyfi mjer því að leggja á móti því, að það verði tekið af dagskrá.