06.05.1921
Efri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2348 í B-deild Alþingistíðinda. (2481)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Sigurður Eggerz:

Jeg er þakklátur hæstv. forseta (G. B.) fyrir margt, sem hann lagði til þessa máls. Jeg vil minna á það, að jeg sló fram í dag till. um skipun nefndar, en jeg gerði enga tillögu um það, hvernig nefndin skyldi skipuð, en það hefir hæstv. forseti gert. Þó vil jeg geta þess, að jeg mundi láta nefndina fá aðstoð sjerfræðinga, ef jeg mætti ráða.

Jeg þarf ekki mörg orð til þess að svara háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.) og hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.). Þeir sýndu röksemdaþrot sín með því að segja, að ræða mín hefði ekki verið svara verð. Sannleikurinn er sá, að mín rök hafa orðið þeim of þung.

Hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) var að vorkenna mjer, að jeg hefði verið æstur út af till., sem var til umr. í hv. Nd. Jeg hafði nú enga hugmynd um, hvernig það fór, fyr en eftir að jeg talaði. Og um vertíðarhjal hans er það eitt að segja, að jeg hefi aldrei komið til þings til þess að draga hlut frá borði.

Hv. 2. þm. G.-K. (B. K.) kvaðst engan þátt hafa átt í bankarannsókninni 1909. Þeir trúa því sjálfsagt, sem trúa vilja.