17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2356 í B-deild Alþingistíðinda. (2495)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Eiríkur Einarsson:

Það er nú fyrirsjáanlegt, hvern rekspöl þetta mál ætlar að taka, og er nú það frv., er síður skyldi, komið fram fyrir hitt, er betra var og ættað hjeðan úr háttv. deild. En um það er ekki að fást. En til þess að færa málið í svo gott horf, sem unt er, vildi jeg og annar háttv. þingmaður gera okkar til, og bárum við því fram brtt. á þskj. 628, er lýtur að því að koma inn í frv. ýmsu af því skársta, er fram hafði komið áður í málinu, en þetta Ed.-frv. ekki borið gæfu til að fylgja á eftir. Einnig eru hjer brtt. viðvíkjandi bráðabirgðaskipun á seðlaútgáfunni, er jeg hefi fyr rætt um. Með því að við flutningsmennirnir höfum hugsað okkur að láta brtt. þessar bíða 3. umræðu og koma þá fyrst til atkv., þykir mjer óþarft að ræða þær nú, en skýra þær betur þá, er einnig verður sjeð, hvernig málið skilst við þessa 2. umræðu.