19.05.1921
Neðri deild: 74. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2418 í B-deild Alþingistíðinda. (2549)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Gunnar Sigurðsson:

Jeg verð að telja mig til lánspostulanna. Það er ekki rjett hjá hæstv. fjrh. (M. G.), að ókleift hafi verið og óheppilegt að taka lán í sumar. Flestir voru sammála um, að það væri sjálfsagt. Það lán átti þó ekki að ganga til Ísandsbanka eins, heldur einnig til Landsbankans, og getur hæstv. ráðherra (M. G.) þess vegna ekki borið fyrir sig, að stjórnin hafi ekki haft heimild til að taka lán handa Íslandsbanka. Um það var aldrei að ræða. Jeg vil nú brýna hæstv. ráðherra (M. G.) á því, að vera ekki of smátækur á láninu; hjer er mikið í veði og við verðum að komast úr kreppunni sem fyrst. Og jeg vona, að hæstv. ráðherra (M. G.) leiti þar upplýsinga, sem þekking er meiri fyrir, en fari ekki eingöngu eftir sínu eigin fjármálahöfði, sem jafnan mun reynast innantómt.