03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2432 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Jón Baldvinsson:

Mjer þykir undarlegt, að háttv. frsm. (M. K.) skyldi eigi vilja við það kannast, að jeg hefði verið ósamþykkur frv. í nefndinni í mörgum atriðum. Var þetta því einkennilegra, þar sem það var beint tekið fram, að hann skyldi geta þess, og mundi jeg þá eigi hafa tekið til máls. En sannleikurinn er sá, að jeg var í mörgu ósamþykkur frv., jafnvel eftir breytingar nefndarinnar, sem voru þó til bóta.

Jeg taldi rjett, að einkasala væri tekin á síldarframleiðslunni af ríkinu, og við því gátu erlendar þjóðir ekkert sagt. Var þetta eitt sem á milli bar. Líka taldi jeg stjórnina ekki heppilega skipaða.