10.05.1921
Neðri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2448 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg tek undir það með háttv. síðasta ræðumanni, að dagskráin verði tekin aftur. Jeg hygg, að ekki sje ástæða til að vísa málinu frá þessu þingi, þó það kæmi seint frá stjórn síldarsamlagsins. Þetta er mikilsvert og athugavert mál, og hefði ekki veitt af að fá betri undirbúning en það hefir fengið.

Mjer er vel kunnugt um, hvernig frv. er til orðið, og er undarlegt, að sjávarútvegsnefnd skyldi ekki vera beðin fyrir það fyr.

Jeg vildi andmæla því, að frv. yrði felt með rökstuddri dagskrá, en vil þó ekki segja, hvort það sje heppilegt, að frv. verði samþ. á þessu þingi. Frv. tæplega nægilega undirbúið til þess.

Jeg játa, að 3. brtt. frá 1. þm. Rang. (Gunn. S.) bætir úr: hygg, að heppilegt sje, að stjórnin hafi þar meira hönd í bagga með en frv. gerir ráð fyrir. Það er reyndar ýmislegt fleira að athuga, en jeg held jeg láti nú við þetta sitja.

Og vildi jeg svo óska, að málið mætti koma til 3. umr.