17.05.1921
Efri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2473 í B-deild Alþingistíðinda. (2619)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Guðmundur Ólafsson:

Það hefir oft komið fyrir, að stórmál hafa komið frá hv. Nd. í þinglok, og þeim leyft að ganga óáreittum áfram, eftir því, sem tími hefir unnist til. Sje jeg ekkert á móti því, að þessu máli sje vísað til sjávarútvegsnefndar, og er þá hægt að láta það sofna þar ef vill, því að jeg býst ekki við, að. það verði afgreitt nú. En málið er óneitanlega mikilsvert.