21.02.1921
Efri deild: 5. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (262)

18. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Atvinnumálaráðherra (P.J.):

Frv. þetta er samið af stjórn samábyrgðarinnar og hefir verið borið undir Fiskifjelag Íslands; enda flutt af þess hvötum. Ætla jeg ekki að fara neitt nánar út í þetta mál, að svo stöddu, því að jeg hygg að athugasemdirnar aftan við frv. sjeu nægileg skýring málsins. Það mun hafa verið sjávarútvegsnefndin, sem lagði það til að lög þessi væru endurskoðuð, enda var líka full þörf orðin á því.