20.05.1921
Efri deild: 78. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2476 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Karl Einarsson:

Það er óþarfi að mæla með þessari breytingartillögu, því hún gerir það sjálf. Það hefir verið felt þetta ákvæði úr frv., og veit jeg ekki hvers vegna, því lítið þýðir þótt stjórnin setji lög og reglur hjer að lútandi, ef engin ákvæði um sektir fylgja með fyrir brot á þeim. Hefi jeg af þessum sökum komið fram með þessa brtt., og vona að hún verði samþykt í háttv. deild.