20.05.1921
Neðri deild: 76. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2479 í B-deild Alþingistíðinda. (2636)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg veit nú ekki, hvort okkur ber eiginlega nokkuð á milli, háttv. 1. þm. Rang. (Gunn S.) og mjer.

Jeg vil byggja á þeim grundvelli, sem lagður var í Nd., að hafa útgerðarmennina með, en ekki á móti; þess vegna sakna jeg, að fjelagsskapur þeirra er numinn úr lögunum. Stjórnin verður að miklu leyti að haga sjer eftir því, sem þeim mönnum finst best og heppilegast, sem hjer eiga hlut að máli, Og þeir verða að koma sjer saman fyrst; því ella kæmu fram ólíkar tillögur.