26.02.1921
Neðri deild: 9. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í C-deild Alþingistíðinda. (2658)

36. mál, þjóðjarðir

Björn Hallsson:

Það er aðeins eitt atriði, sem jeg vildi bæta við ræðu hv. þm. Eyf. (St. St.) í andsvari hans til hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.). Háttv. 1. Þm. S.-M. (Sv. Ó.) sagði, að það væru samtök innan hreppanna um það að fá jarðirnar keyptar fyrir sem lægst verð. Þetta er svo þung ásökun, að ekki má láta ómótmælt. Þar sem, eins og kunnugt er, eru eiðsvarnir virðingarmenn, sem meta jarðirnar, þá er með þessum orðum borið á þá, að þeir meti eið sinn að engu, og virðing fyrir honum veiti því enga tryggingu. Jeg get sagt, hvað sjálfum mjer viðkemur, að jeg hefi verið virðingarmaður og fundið til þeirrar ábyrgðar, sem starfinu fylgir. Jeg held líka, að hver virðingarmaður virði eftir því, sem hann telur jörðina verða, en ekki til þess að kaupandi fái þær sem ódýrastar. Að vísu munu fáir hafa virt jarðir eftir braskverði dýrtíðarár anna, enda er það ekki heilbrigt verð. En væri þessi ásökun hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) rjett, þá held jeg, að full ástæða sje til að afnema lögin tafarlaust, svo að meiri siðspilling hljótist ekki af þeim. En eins og að framan segir, mótmæli jeg því, að hún sje rjett.