21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (2708)

14. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Jón Baldvinsson:

Hv. þm. Ak. (M. K.) segir, að það geti ekki samrýmst stefnu minni, að vera á móti áframhaldandi viðskiftahöftum. Ef háttv. þm. (M. K.) á þar við stefnu jafnaðarmanna, þá hefir hann ekki skilið hana rjett vel, því það er alls ekki á stefnuskrá jafnaðarmanna, að leggja alla vöruúthlutun undir landsstjórnina, til þess að útbýta á meðal vina sinna. Jeg get heldur ekki fallist á það, en ef um það væri að ræða, að láta ríkið taka að sjer sölu á svokölluðum óþarfavarningi, þá mundi jeg geta verið honum sammála um það.