02.03.1921
Efri deild: 12. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

27. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Frsm. (Sigurður Jónsson):

Eins og sjest af nefndarálitinu hefir nefndin fallist á frv. og lagt til að hv. deild samþykki það óbreytt.

Eins og kunnugt er, veldur tíðarfarið því að örðugt er að eiga viðjarðræktarnám á Norður- og Austurlandi. nema að vorlagi. Enn fremur er það augljóst, að minna gagn verður að kenslu, ef hún er slitin sundur. Er því einsætt að hafa heldur eitt langt námsskeið að vorinu, í stað stuttra námsskeiða haust og vor, eins og fyrst var til ætlast.

Jeg sje, að hjer er komin fram brtt. við frv. Er hún ef til vill komin fram vegna orða hæstv. forsætisráðherra (J. M.) við 1. umr. frv. Nefndin athugaði þetta, en leit svo á, að þessi ákvæði ættu fremur heima í launalögunum. En nú hefir allshn. litið öðruvísi á, og mun mentamálanefnd eigi gera þetta að þrætuefni, heldur fallast á brtt.