12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (2857)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Gunnar Sigurðsson:

Jeg hreyfði andmælum gegn frv. við 1. umr. Hv. allshn. hefir tekið þau til greina að nokkru, en ekki öllu leyti. Mjer finst þetta frv. vera óþarfi og auk þess hættulegt fordæmi. Það eru fleiri sýslur en Barðastrandarsýsla, sem hefðu sanngirniskröfu til að heimta það sama og Skaftafellssýsla; tökum t. d. Suður-Múlasýslu, sem er allra sýslna erfiðust yfirferðar.

Jeg álít alveg gagnslaust að samþ. lög um þetta efni, því að hvaða stjórn sem situr við völd mun veita slíkt leyfi, sem hjer ræðir um, orðalaust, ef þörf er fyrir hendi. Þótt frv. þetta nái fram að ganga hjer í deildinni, þá er mjer kunnugt um það, að hv. Ed. mun hafa vit fyrir Nd. og fella frv.