12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í C-deild Alþingistíðinda. (2859)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Hákon Kristófersson:

Jeg ætla ekki að fara að gera þetta að neinu kappsmáli eða deiluatriði. Mjer finst, að lög í þessu efni sjeu algerlega óþörf og jafnvel hættulegt fordæmi, en vil hins vegar taka til greina vanmátt sýslumannsins í Skaftafellssýslu til þess að gegna störfum sínum. Og eftir atvikum, einkum af því að jeg veit frv. búinn bana í hv. Ed., þá held jeg fast við þessa rökstuddu dagskrá, sem jeg hefi borið fram.