01.04.1921
Efri deild: 32. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (2928)

74. mál, skipun læknishéraða o.fl.

Halldór Steinsson:

Mjer virðist kenna misskilnings hjá hv. 1. landsk. (S. F.), því þótt stjórnin undirbúi málið, þarf það ekki að hafa nein útgjöld í för með sjer, og ekki heldur þurfa lögin fyrir það að koma strax í framkvæmd. Brtt. mín er aðeins til að herða á, að stjórnin láti endurskoðun á skipun læknishjeraðanna fara fram.