02.05.1921
Neðri deild: 60. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í C-deild Alþingistíðinda. (2939)

114. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Jón Þorláksson):

Ein ástæðan til þess, að nefndin hefir látið frv. þetta koma fram, er sú, að frv. um fasteignaskatt til ríkisins var á ferðinni. Henni var það ljóst, að ef fasteignaskattur verður lögleiddur handa sýsluvegasjóðum, þá verður að hafa tillit til þessa, þegar ákveðinn er fasteignaskattur til ríkissjóðs, þannig, að samanlögð upphæð skattanna verði ekki of þungbær.

Það var ekki tilætlun nefndarinnar að gera breytingar á skilyrði fjárlaganna við styrkinn úr ríkissjóði til akfærra sýsluvega, sem hv. þm. Borgf. (P. O.) álítur breytt með 7. gr. frv. Nú er reglan sú, að ríkissjóður leggur fram helming kostnaðar, en helmingur á að koma annarsstaðar frá. í framkvæmdinni hefir þetta víða orðið þannig, að sýslusjóður hefir lagt til en síðasti fjórðungurinn hefir komið frá þeim hreppum, sem mest og best not hafa af veginum. Það er alls ekki meining nefndarinnar að gera breyting á þessu skipulagi. Hún var að hugsa um að setja beint ákvæði um þetta í frv., en hvarf frá því, af því hún áleit ekki þörf á að hafa það annarsstaðar en í fjárlögunum, auk þess sem það stendur í sjerstakri reglugerð.