18.02.1921
Efri deild: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í C-deild Alþingistíðinda. (2999)

17. mál, fátækralög

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg hefi litlu við að bæta það, sem stendur í greinargerð fyrir frv. Þetta mál er svo augljóst, að mörg orð eru óþörf. Eftir því, sem dýrtíðin hefir aukist, hefir hið raunverulega gildi ákveðinnar krónutölu minkað. Hlutföll, bundin við ákveðnar fjárhæðir, hafa því breyst þetta er ástæða til að laga, og í því skyni er frv. borið fram.