17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í C-deild Alþingistíðinda. (3069)

79. mál, sveitarstjórnarlög

Magnús Jónsson:

Mjer er þessi brtt. hv. 2. þm. N.-M. (B. H.) algerlega óskiljanleg. Vildi jeg því gjarnan fá skýringu hans á því, hvað liggur til grundvallar fyrir því að miða hjer við lögsagnarumdæmi, því jeg sje engan skyldleika þar á milli.

Jeg játa, að mjer finst brtt. háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) til talsverðra bóta, en þó mun jeg ekki lána henni mitt atkvæði, því jeg tel frv. langbest eins og það kom frá háttv. 2. þm. Skagf. (J. S.). Þá fá þær sveitir útsvör af tekjum slægnanna, sem slægjurnar leigja, enda er það rjett En hafi leigutaki á hinn bóginn einhvern sjerstakan gróða af heyskapnum, þá getur hans sveit lagt á það eins og aðra gróðavænlega atvinnu sinna gjaldþegna. par, og hvergi annarsstaðar, hafa menn besta þekkingu til að dæma um þann gróða.

Jeg mun því greiða atkv. á móti báðum brtt., ef þær koma til atkvæða, en með frv. óbreyttu.