28.04.1921
Neðri deild: 57. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í C-deild Alþingistíðinda. (3092)

84. mál, vextir

Jakob Möller:

Það eru aðeins örfá orð til hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) út af þeim ummælum hans, að eigi mundi hafa verið algerlega ágreiningslaust um mál þetta í nefndinni, enda þótt allir nefndarmenn hefðu skrifað undir nál. fyrirvaralaust.

Jeg hygg, að hann hafi átt við mig með þessum orðum, og er það líka rjett, að jeg mun hafa látið í ljós, að jeg mundi vilja ganga inn á breytingar frá núverandi fyrirkomulagi, en raunar með nokkuð öðru móti en frv. ráðgerir. — Þessar breytingar, sem jeg mundi hallast að, eru, að vextir væru ákveðnir eða miðaðir við sparisjóðsvexti bankanna eða innlánsvexti eins og þeir eru alment. En nefndinni þótti eigi ástæða til þess að taka þessa breytingu upp, og kom eigi til neins ágreinings um þetta í nefndinni, en komi svona löguð till. fram, hefir nefndin auðvitað óbundnar hendur.