07.05.1921
Neðri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í C-deild Alþingistíðinda. (3112)

90. mál, ellistyrkur presta og eftirlaun

Fjármálaráðherra (M. G.):

Mig furðar stórlega þessi skilningur á frv., og langar mig til þess að spyrja hv. flm. frv. (M. J.) að því, hvort það sje ekki rjett skilið hjá mjer, að frv. nái til allra presta, er voru komnir í embætti fyrir 1. jan 1920. Þeir eigi ekki líka að teljast með, sem gengu undir launalögin 1919.