18.02.1921
Efri deild: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Frv. þetta er borið fram samkvæmt ósk Alþingis og Búnaðarfjelags Íslands, og hefir stjórn Búnaðarfjelagsins samið það.

Kaup á fóðurbæti hafa aukist mjög á seinni árum, en sjerstaklega mun mönnum minnistætt vorið í fyrra í þessu sambandi, því að þá var varið fje svo miljónum skifti í fóðurbætiskaup. En af þessu sjest, hve mikilsvert er, að slík vara sje ósvikin og óskemd. Þetta ár hefir og talsvert verið keypt af fóðurbæti, einkum síld. Því þarf líka að gefa gaum. Með frv. er að vísu einkum átt við útlendan fóðurbæti, en þó eru þar líka reglur um tryggingar á síld og síldarmjöli innlendu og fleiri innlendum fóðurefnum.

Jeg vona, að frv. verði vel tekið, og býst við, að því verði vísað til landbúnaðarnefndar, að umr. lokinni.