04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (3163)

120. mál, launalög

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að fjölyrða mikið um þetta mál nú. Það var rætt svo rækilega við 1. umr., að nægja ætti að vísa til þess. Auk þess er nál. nefndarinnar fyrir löngu fram komið, og geri jeg ráð fyrir, að háttv. þdm. hafi kynt sjer það. Þar eru færðar fram ástæður um rjettmæti þessa máls, og leggur nefndin öll með því, að frv. þetta fái fram að ganga. Þykist jeg, að svo stöddu, ekki þurfa að segja fleira.