04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (3164)

120. mál, launalög

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal reyna að valda ekki löngum umr. Jeg talaði talsvert í máli þessu við 1. umr. og sje enga ástæðu til að endurtaka það nú. En jeg vildi geta þess, að jeg er sömu skoðunar og jeg var um daginn, að jeg álít, að ákvæði þessa frv., þó að lögum verði, geti aldrei náð til þeirra embættismanna, sem nú þegar eru í embættum, nema um hækkun sje að ræða á launum þeirra; þá geri jeg ráð fyrir, að þau nái til hennar. En aðallega ná þessi ákvæði til þeirra manna, sem síðar koma í embætti.

Það var aðeins þetta, sem jeg vildi segja.