04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í C-deild Alþingistíðinda. (3166)

120. mál, launalög

Forseti (B. Sv.):

Ákvæði 44. gr. þingskapanna um þetta efni hafa hingað til verið skilin svo, að þau næðu ekki til þingmanna, þótt stjett þeirra ætti hlut að máli. Vil jeg eigi skýra lögin strangar en gert hefir verið, enda býst jeg við, að hv. þm. Dala (B. J.) hafi fremur borið spurningu sína fram til gamans heldur en af hinu, að hann vænti annars úrskurðar en í svari mínu felst.