15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í C-deild Alþingistíðinda. (3201)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Bjarni Jónsson:

Hjer gerast tvenn stórtíðindi í deildinni, sem valda því „at mjök erumk tregt tungu at hræra eður loftvægi ljóðpundara“. Í fyrsta lagi er það, að hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) hefir tekið aftur eitthvert hið fegursta og dásamlegasta afkvæmi, sem fæðst hefir hjer í þessari hv. deild, og var af honum sjálfum getið, og 1 öðru lagi er það, að stjórnin hefir lýst því yfir, að hún muni fara frá, ef frv. þetta nái fram að ganga. (J. M.: Gleðin hefir engan drepið!). Jú, snögg og skyndileg gleði hefir einmitt margan drepið.

Jeg er þess vegna ekki fær um að halda langa ræðu nú. Því einu vildi jeg beina athygli manna að, að meðan ríkið hygst að taka að sjer einkasölu á tóbaki og græða á því, þá er það einmitt tóbaksinnflutningurinn, sem nemur miklu hærri upphæð en allur sá varningur, sem stjórnin nú hefir bannað að flytja inn. Jeg held, að þetta bann spari um 1/2 milj. kr., en tóbakið nemur áreiðanlega 1 miljón kr. það eitt mundi því gera meira en að vega á móti öllu hinu, sem á skrá er sett. Það, að stjórn og þing ætti að gera sig hlægilega með því að banna innflutning á smáhlutum, er nema um milj. kr., en hins vegar græða á tóbaki, sem eitt mundi spara miklu meira, er nóg fyrir mig til þess, að jeg vil ekki taka þátt í þessum skollaleik, og fylgi því frv. til grafar.