15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í C-deild Alþingistíðinda. (3204)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Forseti (B. Sv.):

Jeg skal geta þess, að þetta mál er sett á dagskrá áður en háttv. þm. tilkynti veikindi sín. Hann gat þess þá um leið, að hann æskti þess, að umr. um Ríkisveðbankann yrði frestað, en mintist alls ekki á þetta mál. Jeg sje því ekki ástæðu til að taka málið út af dagskrá, en get dregið að láta rökstuddu dagskrána koma til atkvæða þangað til við 2. umr.