09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í C-deild Alþingistíðinda. (3226)

104. mál, sala á prestssetrinu Hvanneyri og kirkjujörðinni Leyningi

hefi ávalt verið því fylgjandi, að sýslu- og bæjarfjelög fengju það af þessum opinberu eignum, sem með sanngirni yrði álitið, að þau þyrftu nauðsynlega til eigin afnota, þó jeg hafi annars verið andstæður þjóðjarðasölu. Það sem hann sagði um sölu Kjarna í þessu sambandi, var eins villandi, því þetta tvent er alls ekki saman berandi. Það var búhnykkur fyrir Akureyri að kaupa Kjarna, en ekki nauðsyn.