13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í C-deild Alþingistíðinda. (3297)

136. mál, seðlaútgáfuréttur o. fl.

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það var út af síðustu orðum hv. flm. (M. K.), að jeg vildi skjóta því til hans, hvort hann gæti ekki felt sig við það að koma nú þegar með brtt. við Ed.frv., en falla frá sínu frv. Með því mundi sparast tími þingsins. Það er búið að samþ. hitt frv. í hv. Ed., og mundi því ekki kosta nema eina umr. þar, ef það væri sent þangað aftur með breytingum. En ef hitt nær fram að ganga hjer, kostar það 3 umr. í Ed. Mjer finst eðlilegra að afgr. á þennan hátt það frv., sem lengra er komið, en að bera fram nýtt frv. Og tíminn er dýrmætur, er komið er að þinglokum.