28.02.1921
Efri deild: 10. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í C-deild Alþingistíðinda. (3314)

156. mál, erfingjarenta

Flm. (Björn Kristjánsson):

Jeg hefi leyft mjer að bera þetta frv. fram aftur í þessari hv. deild. Á síðasta þingi bar jeg það og fram í Ed„ og var því þá vísað til fjárhagsnefndar og breytt nokkuð þar. Frv. var svo samþ. hjer í deildinni við 3 umræður, en af því þingið var svo stutt, vanst ekki tími til að taka það á dagskrá í Nd.

Jeg hefi borið frv. fram með þeim breytingum, sem fjárhagsnefnd gerði á því í fyrra. Sje jeg því ekki ástæðu til að stinga upp á því að vísa málinu aftur til fjárhagsnefndar, úr því að það var athugað þar í fyrra. (S. E.: En því ekki vísa því til landbúnaðarnefndar?). Jeg hefi ekkert á móti því, að frv. verði vísað til landbúnaðarnefndar.

Á 21. fundi í Ed., laugardaginn 12. mars, var frv. tekið til 2. umr. (A. 60, n. 117).