12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í C-deild Alþingistíðinda. (3319)

156. mál, erfingjarenta

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Jeg leyfi mjer að beina þeirri fyrirspum til háttv. nefndar og flm. (B. K.), hvort ætlast sje til, að bæði hjónaefnin þurfi að hafa verið í vist. (G. Ó.: Jeg tók fram, að annað þyrfti þess). Það sjest ekki á frv., en svo þarf þó að vera, ef eftir því á að breyta, sem frsm. vill, og því er það ekki tekið fram ? Jeg leyfi mjer því að skjóta því til nefndarinnar, að hún orði þetta svo, að ekki orki tvímælis um þetta efni.