18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (334)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Háttv. þm. Ísaf. (J. A. J.) var að tala um það, að ilt væri að fullnægja ákvæðum 9. liðs í 2. gr., um að ,tilgreina veiðitímann', hvenær síldin væri söltuð, þar sem ekki væri svo hægt að tilgreina á hvaða degi hver einstök tunna væri söltuð. Jeg lít svo á, að auðvitað eigi ekki að fara að tilgreina hvern einstakan dag, heldur að eins tímabilið í heild sinni.

Hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) tók í þann streng, að frv. þetta mundi reynast pappírslög. Það má vel vera, að svo fari fyrst um sinn. Háttv. þm. (Gunn. S.) vildi hafa praktisk not af þeim. En þau praktisku not, eða það praktiska snið, má þó ekki verða til þess, að þau missi alt gildi sitt, en það væri gert talsvert í þá átt, ef sektarákvæðin væru færð niður. Þau verða að vera. Og samkv. ákvæðum 1. gr. getur verið um samning að ræða, án þess að þetta tryggingarskjal sje látið af hendi eða gefið út.