16.03.1921
Neðri deild: 24. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (3358)

89. mál, rannsókn á höfninni í Súgandafirði

Magnús Pjetursson:

Mjer datt í hug að nota nú tækifærið til þess að koma fram með svo hljóðandi fyrirspurn til hæstv. stjórnar: Hvað hefir verið gert til framkvæmda þál. frá 1919 um uppmæling og rannsókn á innsiglingu á Kollafirði í Strandasýslu ? Svar þarf jeg ekki að fá fyr en við 2. umr., en eftir því svari gæti það farið, hvort jeg kem fram með brtt. við þessa till. eða ekki.