15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (3382)

103. mál, mat á aðfluttum kornvörum

Flm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg skal taka undir það með hv. 3. þm. Reykv. (J. þ.), að mat á aðfluttum kornvörum mun verða æði fyrirhafnarmikið. þess ber að gæta, að ekki hafa menn látið það hræða sig, þegar fiski-, ullar- og síldarmat var lögleitt. Þessar matskyldu vörur eru fluttar út frá öllum höfnum, og matið er orðið mjög dýrt, en samt hika menn við að láta það niður falla.

Jeg geng inn á, að ekki sje rjett, að stjórnin hafi of bundnar hendur um aðferðina til þess að ná tilgangi till. Ef hún finnur aðrar hægari leiðir en mat og skoðun, þá er það gott. En jeg vil, að hún eigi kost á öllum þeim tryggingum, sem fáanlegar eru fyrir því, að stórskemdar kornvörur flytjist ekki til landsins.