15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3387)

103. mál, mat á aðfluttum kornvörum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg ætla að eins að svara örfáum orðum þeirri skoðun, sem virtist gægjast fram hjá hv. þm. Barð. (H. K.). Þótt jeg hafi reyndar áður átalið það atferli þingsins, sem sífelt fer í vöxt, að fela stjórninni undirbúning mála og vilja svo ekkert við þau eiga, þegar búið er að verja til þeirra tíma og fje, þá er auðvitað ekki verið að heimta það, að þingið taki frv. óbreyttum, heldur að það sýni, að því hafi verið alvara með málið.