03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í D-deild Alþingistíðinda. (3397)

107. mál, heimavistir við hinn lærða skóla í Reykjavík

Eiríkur Einarsson:

Jeg hafði ekki ætlað mjer að taka hjer til máls. En er jeg tók eftir, að flutningsmaður brtt. (Þorst. J.) er ekki hjer við, ákvað jeg að segja nokkur orð. Jeg sá mjer ekki fært að flytja þessa brtt., um að bæta kennaraskólanum við, með hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), en jeg met ástæður þær, sem hann færir fram með till., mikils. Og af því að mjer er vel til brtt., þá vil jeg spyrja hæstv. forseta, hvort hann sæi sjer ekki fært að fresta umr. um málið, þar sem flm. brtt. (Þorst. J.) er ekki viðstaddur, og jeg er viss um, að honum mun þykja verra að geta ekki tekið þátt í umræðunum. — Nú sje jeg, að hv. 1. þm. N.-M. (þorst. J.) er kominn. Læt jeg þá staðar numið, því jeg tók eingöngu til máls sökum fjarveru hans, og tek jeg þá aftur beiðni mína til forseta um að fresta umr.